Um Bertu
Ráðgjafi, markþjálfi & þjálfari
Berta hefur mikla ástríðu fyrir því að sjá fólk vaxa og dafna í lífinu. Hún hefur lært mikilvægi þess í gegnum hennar eigin persónulega lífsreynslu. Eins og flestir, þá hefur hún tekist á við hindranir í lífinu og lært að lifa með þeim.
​
Árið 2016 þá breyttist líf Bertu og fjölskyldu hennar þar sem þau urðu fyrir því áfalli að missa son sinn aðeins þriggja daga gamlan, hann Theodór Nóa. Þetta varð til þess að Berta sá líf sitt í allt öðru ljósi. Berta og fjölskylda hennar tóku þá ákvörðun að til þess að heiðra minningu sonar síns, Nóa þá myndu þau finna sinn tilgang í lífinu. Við tók erfitt og krefjandi ferli þar sem Berta tókst á við alls kyns hindranir og fór í gegnum mikla sjálfsvinnu, fékk aðstoð frá fagaðilum, markþjálfum, VIRK og fleirum til þess að komast á þann stað sem hún er í dag.
Berta hefur tamið sér gróskuhugarfar, það er eitt að því sem hefur hjálpað henni á þann stað sem hún er í dag. Það þýðir að hún er tilbúin til að vaxa, verða betri einstaklingur, betri hlustandi og á auðveldara með að tengjast öðrum og reynslu þeirra. Markmiðið hennar er að þróa stöðugt sína styrkleika og færni til að aðstoða aðra við að efla þeirra gróskuhugarfar og ná sínum markmiðum i lífinu.
Það veitir Bertu orku að hvetja aðra áfram og sjá þá blómstra í sínu lífi. Berta segir að „það sé frábær tilfinning þegar aðrir finna sinn innri kraft og hvatningu“.
Berta nýtir styrkleika sína, jákvæðni, seiglu, hugrekki og sjálfsvitund til að hvetja fólk til að finna sína innri kraft og hvatningu.
Með hennar markmiðadrifna hugarfari mun hún halda áfram að læra og bæta sína styrkleika, skora á sjálfan sig til þess að vaxa enn frekar sem einstaklingur.
​
Berta samtvinnar jákvæða sálfræði og markþjálfun á faglegan hátt til þess að hjálpa einstaklingum á að takast á við mótlæti, streitu, blómstra í lífinu og ná þeim árangri sem þeir hafa sett sér fyrir hendur.
​
Viðtalsþjálfun Bertu fer fram í fjarformi þar sem Berta nýtir sér kunnáttu sína til þess að spyrja krefjandi spurninga.
Berta verður þér við hlið sem þinn helsti stuðningsaðili og samferðamaður á þeirri vegferð sem þú ert á.
​


Berta hefur einnig í gegnum síðustu misseri verið með fræðsluerindi, hópefli og hvatningu fyrir hópa.
Menntun & hæfni:​
-
M.Sc. í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University
-
Positive Psychology Coaching (þjálfunarsálfræðikúrs) frá Buckinghamshire New University
-
Markþjálfun frá Profectus
-
Einkaþjálfararéttindi hjá ACE
-
Þjálfararéttindi í Ketilbjöllu hjá Kettelbells.is (Völu Mörk)
-
Næringarþjálfunarréttindi frá Precision Nutrition
-
B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík